Markaðstorg

Höfundur

Framkvæmdastjóri
Sími: 8481610

05.04.2018- Annað

Hugmyndarikur meðeigandi óskast.

Sýsla ehf hefur gefið út vörur, aðallega spil, undir vörumerkinu mycountry frá árinu 2013. Fyrirtækið á lénin www.mycountry.is www.mittisland.is og sysla.is.

Undirrituð Hafdís Erla Bogadóttir á og rekur fyrirtækið Sýsla ehf. Fyrirtækið hefur síðan árið 2013 gefið út spilin "52 fróðleiksmolar um Ísland", sem gefin eru út á ensku /íslensku og ensku /kínversku.
Spilin hafa nú þegar verið þýdd yfir á frönsku, þýsku og dönsku. Næsta prentun mun verða nú með vorinu. Er það því þriðja prentun, en spilin eru vinsæl meðal ferðamanna og eru meðal annars seld um borð í Wow air vélunum.

Einnig voru gefnir út spilastokkar, venjuleg spil, fallega myndskreytt, byggð á 13 íslenskum þjóðsögum.
Spilin eru með tilvitnanir í sígildar íslenskar þjóðsögur á fjórum tungumálum, hjörtun á íslensku, spaðarnir á ensku, tíglarnir á þýsku og loks laufin á frönsku. Á hverju spili er einnig QR kóði fyrir snjalltæki sem leiðir fólk inná síðuna http://www.mycountry.is/Saga/List Þar má lesa viðkomandi sögu – í fullri lengd á íslensku og a.m.k. útdrátt á öðrum tungumálum.

Það er sannarlega margt spennandi hægt að gera í kringum þessar hugmyndir, nú er svo komið að ég vil halda áfram en bara get það ekki ein. Því er ég tilbúin að bjóða snillingi hlut í fyrirtækinu til að koma því áfram. Aðstoða við að finna fjármagn, koma nýjum hugmyndum í verk og fá til þess fagfólk. Ef áhugi er að koma inn á einhvern hátt, þá væri það mjög gaman. Jafnvel er möguleiki á að selja fyrirtækið ef einhver hefur áhuga á því að kaupa það alveg eða að stórum hluta.

Allar hugmyndir og hjálp tekin með opnum örmum.

Hafið samband í gegnum tölvupóst hafdis@sysla.is eða í síma 848 1610
Þetta vefsvæði byggir á Eplica