Markaðstorg

Höfundur

forstöðumaður
Sími: 6977292

11.12.2017- Annað

Námslínan Ábyrgð og árangur stjórnarmanna hefst 7. mars 2018

Námslínan samanstendur af átta lotum sem eru ætlaðar stjórnarmönnum fyrirtækja, stofnana og eftirlitsskyldra aðila samkvæmt skilyrðum FME sem og þá sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Opna háskólanum í HR:
http://www.ru.is/opnihaskolinn/abyrgdogarangurstjornarmanna/

Markmið námslínunnar er að efla faglegan grunn stjórnarmanna m.a. með þjálfun á sviði lagalegra, fjárhagslegra og siðferðilegra viðfangsefna.
Námslínan er kjörin fyrir þá aðila sem sitja í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Námsloturnar skiptast í eftirfarandi efnisþætti:
- Grundvallaratriðin - Handbók stjórnarmanna
- Hlutverk og verklag stjórna
- Stefnumótun og ábyrgir stjórnarhættir
- Fjárhagsleg viðfangsefni stjórna
- Samfélagsleg ábyrgð og viðskiptasiðfræði
- Endurskoðun og áhættustýring
- Lagaleg viðfangsefni stjórna
- Verklag og teymisvinna - Stjórnin sem hópur
Þetta vefsvæði byggir á Eplica