Markaðstorg

Höfundur

Jógakennari
Sími: 354 8461970

01.10.2017- Annað

Grunnnámskeið í Kundalini jóga

Grunnnámskeið í Kundalini jóga
2.október - 28.október

Frábært námskeið sem hressir upp á haustorkuna og lífskraftinn þinn. Byrjar á morgun mánudag 2.október. Nokkur pláss laus!


Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45-20.00
Einnig er velkomið að nýta sér aðra opna tíma í stundaskrá.
Verð: 17.000 kr.

Farið er í undirstöðuatriði í Kundalini jóga. Kenndar eru líkamsstöður, líkamsbeiting, möntrur og öndunaræfingar. Í Kundalini jóga eru kenndar “kriyur”, sem er samsetning ákveðinna æfinga í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Td. kriya fyrir hjartað, nýrun, að styrkja ónæmiskerfið, áræðni og miðjustyrking, o.s.frv.

Kundalini jóga er ævaforn leið og var í upphafi aðeins kennt frá kennara til nemanda en Yogi Bhajan taldi 1963 að tími væri kominn til að opna fræðin fyrir almenningi. Kundalini jóga (Yogi Bhajan) er kröftugt, skjótvirkt og umbreytandi jóga.

"Hreyfðu við orkunni og lífsorkan greiðir leiðina"
"Vibrate the cosmos and the csmos clears the path" Y. Bhajan

Kennari Kristín Rósa Ármannsdóttir
Hjúkrunarfræðingur, lýðheilsufræðingur (MA) og jógakennari. Hefur stundað jóga í fjöldamörg ár og útskrifaðist 2015 sem kundalinijógakennari. Kristín hefur kennt í Jógasetrinu síðustu ár og kennir einnig starfsfólki Landspítala jóga 2x í viku.

Jógasetrið er í Skipholti 50 c. Vertu velkomin í fallega hjartahreiðrið okkar. Frábær staðsetning. Alltaf bílastæði.

Nánar um námskeiðið
http://jogasetrid.is/namskeid/byrjendanamskeid-kundalini-joga/

Skráning á www.jogasetrid.is
Þetta vefsvæði byggir á Eplica