Fréttir

Viljayfirlýsingar

Rúmlega 50 fyrirtæki ætla að vinna að jafnrétti á næstu árum

nóv. 7, 2018

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, reið á vaðið á ráðstefnunni og skrifaði undir viljayfirlýsingu fyrir hönd síns ráðuneytis um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Á sama tíma skrifuðu fyr­ir­tæki og opinberir aðilar undir viljayfirlýsingu um að beita sér fyrir auknu kynjajafnvægi inn­an sinna vé­banda og vinna að markmiðum Jafnvægisvogar FKA næstu fimm árin. Fyrirtæki og stofnanir vilja þannig sýna í verki að þau hafi áhuga á að kom­ast lengra í þess­um efn­um. 

Strax á næsta ári verða veittar viðurkenningar þar sem dregin eru fram í sviðljósið fyrirtæki og opinberir aðilar sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Á síðunni má sjá þau fyrirtæki sem lokið hafa undirritun. Síðar verður gengið frá undirritun með þeim sem höfðu lýst yfir vilja en en komust ekki á ráðstefnuna

Akureyrarbær
Alcoa Fjarðaál
Árnasynir, auglýsingastofa
Bónus
Center Hotels
Dagar hf. 
Deloitte ehf.
Eimskip Ísland ehf.
Fangelsismálastofnun
Félags- og jafnréttismálaráðherra
GG Verk
Guðmundur Arason ehf. 
Hagkaup
Hugsmiðjan
Icelean ehf.
Inter 
Íslandsbanki
Íslandshótel
Íslenska gámafélagið
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
Lyfja hf.
Nasdaq Iceland
Origo
Pipar \TBWA
PKdM arkitektar ehf. 
Reiknistofa bankanna hf.
Ríkisskattstjóri
Sagafilm ehf.
Sjóvá
Skeljungur
Snæland Grímssen
Strætó
Tollstjóri
Ueno 
Vátryggingafélag Íslands
Velferðarráðuneytið
Vélsmiðja Suðurlands
Verkís
Virk

Þetta vefsvæði byggir á Eplica