Fréttir

Viljayfirlýsing um Jafnvægisvogina

sep. 30, 2018

[Fyrirtæki x] kt: xxxxxxxx og FKA kt 710599-2979 hafa ákveðið að taka sama höndum og vinna að því jafna hlutfall karla og kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi sem styður við innleiðingu á kynjakvóta í stjórnun hlutafélaga, lög nr. 13/2010. Markmiðið er að árið 2027 verði kynjahlutfallið 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Tilgangur verkefnisins sem fengið hefur heitið Jafnvægisvogin er:

 Að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði 40/60 kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

  1. Að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
  2. Að veita viðurkenningar og draga fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar um virka jafnréttisstefnu og jafnt kynjahlutfall í framkvæmdastjórn.
  3. Standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis.
  4. Gera samantekt á og greina stöðu stjórnenda eftir kyni í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðurnar.

 Samstarf FKA og [Nafn] er til 5 ára og felur í sér að [fyrirtæki Nafn] mun heita því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar. [Fyrirtækið] mun einnig leggja verkefninu lið í öflun áreiðanlegra upplýsinga og taka þátt í könnunum sem tengjast öflun upplýsinga um stöðu mála ásamt einstökum viðburðum verkefnisins. Hér með staðfesta undirritaðir ofangreint samstarf. 

f.h. fyrirtækis x                                                                                            f.h. FKA

Nafn:                                                                                                          Rakel Sveinsdóttir

Forstjóri/framkvæmdastjóri                                                                formaður FKA,

Þetta vefsvæði byggir á Eplica