Fréttir

Fjölgun í Jafnvægisvog FKA

nóv. 6, 2019

Eftirfarandi fyrirtæki, opinberir aðilar og sveitarfélög undirrituðu viljayfirlýsingu um að beita sér fyrir auknu kynjajafnvægi innan sinna vébanda og vinna að markmiðum Jafnvægisvogar FKA næstu fimm árin.

Byko ehf.
Concept Events ehf.
Eldey TLH hf.
Expectus ehf.
Hafnarfjarðarbær
KPMG ehf.
Orka náttúrunnar
Orkuveita Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Ríkisútvarpið ohf.
Samtök atvinnulífsins
Seltjarnarnesbær
Steypustöðin ehf.
Versa vottun ehf

Segja má að töluverð fjölgun eigi sér stað í hópi þeirra fyrirtækja og opinberra aðila sem sjá sér hag í því að taka þátt í þessu hreyfiaflsverkefni enda eru rannsóknarniðurstöður á eina leið. Fjölbreyttur mannauður hefur jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja sem og starfsánægju og frammistöðu í starfi, stuðlar að betri ákvarðanatöku og aukinni verðmætasköpun þar sem nýsköpun og vöxtur verður frekar í hópi fólks með ólíkar skoðanir og bakgrunn. Fyrirtækin hafa þannig sýnt í verki að þau vilja virkja allan mannauðinn. 

Viltu vera með í Jafnvægisvog FKA? Smelltu hér til að vera með!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica