Fréttir

Greining Deloitte

Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum 100 stærstu er 26%

nóv. 19, 2018

Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum 100 stærstu yrirtækja landsins er einungis 26%, konur eru einungis 10% forstjóra og 19% stjórnarformanna. Staðan í stjórnum er þó umtalsvert betri þar sem konur eru orðnar 40% stjórnarmanna á móti 60% körlum í 100 stærstu fyrirtækjunum. Deloitte hefur tekið saman greiningu á 100 stærstu fyrirtækjum landsins mælt í veltu og komu þessar upplýsingar meðal annars fram á ráðstefnu sem haldin var á Hótel Reykjavík Nordica á dögunum. Í greiningunni er að finna mikið magn upplýsinga um stöðu jafnréttismála á landinu. 

sjá alla skýrsluna Jafnvaegisvogin_RutKristjans_Nordica-

Þetta vefsvæði byggir á Eplica