Fréttir

Greining Deloitte - nóv. 19, 2018

Skýrsla Deloitte, sýnir svo ekki verður um villst að aðgerða er þörf í jafnréttismálum og árangur lagasetningarinnar er að þverra. 

Lesa meira

Kynningar frá ráðstefnu um Jafnvægisvog - nóv. 7, 2018

Meðfylgjandi eru kynningar sem haldnar voru á ráðstefnunni Rétt'upp hönd. Samantekt Deloitte sýnir svo ekki verður um villst að aðgerða er þörf. 

Lesa meira

Viljayfirlýsingar - nóv. 7, 2018

Rúmlega 50 fyrirtæki með félags- og jafnréttisráðherra í fararbroddi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar. 

Lesa meira

Myndbandsefni frá Rétt'upp hönd - nóv. 7, 2018

Á síðunni er að finna ávarp forsætisráðherra,  video, kynningar, viðtöl og streymið af ráðstefnunni í heild sinni

Lesa meira

Pipar\TBWA sér um markaðsmál Jafnvægisvogar FKA - okt. 8, 2018

Félag kvenna í atvinnulífinu hefur skrifað undir samstarfssamning við Pipar\TBWA um aðstoð við gerð á heildarútliti á markaðsefni hreyfiafslverkefnisins Jafnvægisvogarinnar. FKA hóf vinnu við Jafnvægisvogina í upphafi árs ásamt samstarfsaðilum úr velferðarráðuneytinu. Aðrir samstarfsaðilar eru Deloitte, Sjóvá og Morgunblaðið. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Lesa meira

Taktu daginn frá - okt. 1, 2018

Ráðstefna Jafnvægisvogar, Rétt upp hönd, verður haldin þann31. október næstkomandi á  Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 12:00. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, Jafnréttismálaráðherra, halda erindi á ráðstefnunni. Einnig fáum við erlendan gest Caroline Zegers, sem er einn af meðeigendum Deloitte en hún hefur mikla reynslu sem ráðgjafi og stjórnarmaður. Hún mun fjalla um jafnrétti í stjórnarherberginu útfrá erlendum samanburði.   

Lesa meira

Viljayfirlýsing um Jafnvægisvogina - sep. 30, 2018

[Fyrirtæki x] kt: xxxxxxxx og FKA kt 710599-2979 hafa ákveðið að taka sama höndum og vinna að því jafna hlutfall karla og kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi sem styður við innleiðingu á kynjakvóta í stjórnun hlutafélaga, lög nr. 13/2010. Markmiðið er að árið 2027 verði kynjahlutfallið 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Lesa meira

Bréf til fyrirtækja - sep. 4, 2018

Nýlega fengu fyrirtæki sem lokið hafa jafnlaunavottun bréf frá Jafnvægisvoginni þar sem þeim er boðið að skrifa undir viljayfirlýsingu um að vinna eftir markmiðum Jafnvægisvogar. Skrifað verður undir á ráðstefnu sem haldin verður 31. október næstkomandi. Bréfið er svohljóðandi: 

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica