Jafnvægisvogin 2019

Jafnvægisvog FKA

Netefni_frettabref_3

Ráðstefna FKA um jafnrétti í atvinnulífinu og viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar frem fram á Grand Hótel 5. nóvember næstkomandi kl 15:00.

Ráðstefnan er haldin á vegum Jafnvægisvogar FKA, ásamt samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Morgunblaðinu og Pipar/TBWA sem sett hafa af stað hreyfiaflsverkefnið Jafnvægisvogina. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Tilgangur verkefnisins

  • Að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að  markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.
  • Að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
  • Að veita viðurkenningar og draga fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar.
  • Að standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til hugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis.
  • Að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöður.

Mýtan um skort á konum
Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja stendur í stað á milli ára og lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja  með 50 starfsmenn eða fleiri hafa almennt ekki leitt til jafnari kynjahlutfalla í framkvæmdastjórnum.  Fáir eru á móti jafnri kynjaskiptingu en mýtan er sú að það séu ekki nægilega margar konur sem geta, vilja eða uppfylla rétt skilyrði. Að það vanti hreinlega konur með menntun, reynslu og vilja. Myndband sem auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur gert fyrir FKA lýsir einmitt þessari mýtu vel.  

Mælaborð
Fyrsta verkefni Jafnvægisvogarinnar var að taka saman og búa til mælikvarða fyrir málaflokkinn sem hefur verið nefndur Mælaborðið

Jafnvægisvogarmerkið
Árlega velur Jafnvægisvogaráð fyrirtæki sem hljóta jafnvægisvogarmerkið. Það er veitt þeim fyrirtækjum sem hafa á framúrskapandi hátt unnið að markmiðum Jafnvægisvogar í sínum fyrirtækjum. 

Lögin hafa ekki veitt konum aukin völd
Margir spyrja sig af hverju verið er að fara í þetta átak núna? Því er til að svara að lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja sem ná til fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri virðast ekki hafa veitt konum á Íslandi aukin völd innan stjórna fyrirtækjanna. 

Langt í land
Þannig dregur heldur úr stjórnarformennsku kvenna á milli áranna 2012-2016 í fyrirtækjum með 50-249 starfsmenn. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var einungis 23,9% í lok árs 2016 sem er afturför. Enn er því langt í land að fullu jafnrétti sé náð. Það má nefna að konur eru 67% útskrifaðra háskólanema en einungis 11% forstjóra – menntunin skilar þeim ekki fljótt og vel í toppstöður í  fyrirtækjum og eftir því sem fyrirtækin eru stærri fækkar konum í framkvæmda-stjórastöðum. 

Ójafnt hjá fjármálafyrirtækjum
Af 90 æðstu stjórnendum fjármálafyrirtækja eru 81 karl og níu konur og þar fram eftir götunum, dæmin eru ótal mörg. Þessar upplýsingar er meðal annars allar að finna í skýrslu félags- og jafnréttismálaráðherra 2015-2017 sem gefin var út fyrir Jafnréttisþing í upphafi árs.

Ísland best í heimi? 
Þrátt fyrir þetta þá er Ísland efst á lista yfir stöðu kynjajafnréttis í heiminum eins og fram komi í nýjustu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Það er vitni um þann árangur sem náðst hafi hér á landi undanfarna áratugi og ætti að virka hvetjandi á stjórnvöld að vinna áfram í málaflokknum. Jafnrétti hefur þó ekki komið af sjálfu sér heldur með sameiginlegum aðgerðum og samstöðu ásamt pólitískum vilja. Það er ekki tími til að slaka á og enn eru margir landvinningar eftir í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu. Hlutverk Jafnvægisvogarinnar er að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða áfram fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. 

Sjóvá   Pipar
 Forsaetisraduneytid
 Deloitte 

 

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica