Jafnvægisvogin 2019 - Viðurkenningarhafar

Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til sextán fyrirtækja og tveggja sveitarfélaga úr hópi þeirra aðila sem undirrituðu viljayfirlýsingu á síðasta ári og tóku þátt í könnun um aðgerðir sem gripið var til. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í framkvæmdastjórn og stjórn var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar haustið 2018 hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim fyrirtækjum sem hafa náð markmiðunum. Auk þess vekja þátttakendur í Jafnvægisvoginni athygli á jafnréttismálum innan sinna fyrirtækja með ýmsum öðrum hætti.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa allra viðurkenningarhafa sem eru:

Akureyrarbær
Árnasynir auglýsingastofa
Deloitte ehf
Guðmundur Arason ehf
iClean ehf
Íslandsbanki
Íslandshótel
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
Mosfellsbær
Nasdaq Iceland hf.
Olíuverzlun Íslands ehf
Pipar \ TBWA
Reiknistofa Bankanna
Rio Tinto á Íslandi
Sagafilm ehf
Sjóvá
VÍS
Vörður tryggingar hf.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica