Mynd af Hrönn Vilhelmsdóttir

Hrönn Vilhelmsdóttir

 • Starfstitill: Textílhönnuður og framkvæmdastjóri
 • Fyrirtæki: Textíll ehf
 • Heimilisfang: Ásholt 30
  105 Reykjavík
 • Vinnusími: 4662828
 • Farsími: 8223584

Starfssvið

Hönnun og handverk

Leitarorð

íslensk hönnun bænapúðar rúmföt sængurver íslenskt  

Stjórnarseta:

Textílfélagið, sat í stjórn 1995-1999 og 2004-2008
Textílsetur íslands, sat í stjórn frá stofnun 2005- 2008
Loki- íslenskt kaffihús, stofnandi og framkvæmdastjóri frá stofnun 2008 - 2017
Textíll ehf, stofnandi og textílhönnuður frá 1994

Starfsferill:

Ég útskrifaðist frá MHÍ 1991 e. 5 ára list og textílnám
Frá 1990 hef ég hannað, handmálað og þrykkt rúmföt, bænapúða , teppi ofl. fyrir íslenska æsku og hefur textíllinn farið út um víðan völl. Einnig hafa foreldrar fengið að njóta hönnunar minnar þar sem hjónalínan fylgdi í kjölfarið á barnalínunni.
1994 stofnaði ég Textílkjallarann sem varð síðar Textíll ehf.
2008 stofnaði ég ásamt manni mínum Café Loka og rákum bæði fyrirtækin á Skólavörðuholtinu.
Frá 2018 hef ég unnið að eigin hönnun sem og undirbúið nýtt fyrirtæki.
Áður hafði ég unnið við kennslu, skúringar, afgreiðslustörf ýmiskonar, fiskvinnslu og sláturhússtörf ásamt húsmóðursstörfum.

Meira:

Í grunninn er ég textílhönnuður og hagsýn húsmóðir sem eru frekar ólík gildi. Ætli það sé ekki tvíburinn í mér sem tvískiptir öllu. S.l. rúm 50 ár hef ég því þurft að leiða saman skapandi opinn og hressan karakter sem er mjög hagsýnn, feiminn og nægjusamur.
Loksins á fullorðinsaldri tel ég mig vera búin að finna mína réttu hillu – Textíll/ Matarupplifun
Þriggja hæða hús á Skólavörðuholtinu iðar af lífi allt árið um kring enda við fjölfarinn ferðamannastað, Hallgrímskirkju. Á efstu hæðinni var vinnustofan mín. Á tveimur neðri hæðunum er Café Loki þar sem kjötsúpan, heimabakað rúgbrauð og annað bakkelsi er framreitt fyrir gesti og gangandi. Íslendingar og erlendir gestir hafa tekið fagnandi okkar heimilislega kaffihúsi.

Um áramótin 2017-2018 seldum við Café Loka en Textíll flutti vinnustofuna í Oddspart í Þykkvabænum þar sem ný ævintýri munu verða til á komandi árum


Textíll ehf
 • Vefsíða
 • Facebook
 • Senda póst
 • Gef kost á mér til stjórnarsetu
 • Tilbúin að koma fram í fjölmiðum
 • Ég á og rek mitt fyrirtæki
 • Atvinnurekendadeild
Þetta vefsvæði byggir á Eplica