Mynd af Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir

Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir

  • Starfstitill: Ráðgjafi / Verkefnastjóri
  • Fyrirtæki: G E T ráðgjöf ehf.
  • Heimilisfang: Reyrengi 29
    112 Reykjavík
  • Vinnusími: 666-1034
  • Farsími: 666-1034

Starfssvið

Ráðgjöf og sérfræðiaðstoð

Leitarorð

 

Stjórnarseta:

 

Starfsferill:

Ég hóf nýverið störf hjá eigin fyrirtæki; G E T ráðgjöf ehf, þar sem ég sinni ráðgjöf, verkefnastjórn, forritun og hugbúnaðarþjónustu.

Mitt sérsvið er Dynamics AX kerfið frá Microsoft, en ég hef unnið við það frá árinu 2000 og tel mig vera með betri ráðgjöfum í því kerfi og með mikla reynslu af því að ganga inn í hvers kyns aðstæður og setja mig inn í mismunandi fyrirtæki og vinnuferla.
Einnig hef ég víðtæka reynslu af samþættingu kerfa og ýmis konar innleiðingum

2016-2018 : Tölvudeild Innnes (ráðgjöf, þróun, verkefnastjórn)
2014-2016 : Tölvudeild BYKO/Norvik (forstöðumaður UT)
2012-2014 : Tölvudeild Landsbankans (ráðgjöf og innleiðingar)
2005-2011 : Annata (Hugbúnaðarþróun og verkefnastjórn)
2000-2005 : Tölvudeild Heklu (innleiðing á AX, ráðgjöf og þjónusta)
1994-2000 : Hugur (ráðgjöf, þróun, verkefnastjorn og þjónusta)

Meira:

Ég hef sérhæft mig í ráðgjöf og verkefnastjórn í upplýsingatæknitengdum verkefnum. Að mínu mati skortir verkefnastjóra oft nógu tæknilega innsýn í þau verkefni til að geta verið góð áskorun við forritara og tæknifólk, sem hefur svo aftur þær afleiðingar að kostnaður við verkefnið margfaldast. Með því að tala sama tungumálið og þekkja mögulegar leiðir við útfærslu má koma i veg fyrir misskilning og auka afköst og skilvirkni.

Sem dæmi um verkefni sem ég hef nýverið stýrt á þennan hátt er innleiðing á vefverslun Innnes ehf, þar sem leiða þurfti saman nokkur hugbúnaðarfyrirtæki og deildir innan Innnes. Verkefnið fól m.a. í sér algjört endurskipulag og samræmingu á vöruflokkun þannig að í dag nota allar deildir og kerfi sömu flokkunina.

Einstakar Olíur er mér einnig hugleikið verkefni, en þetta er verkefni sem snýst um hreinar ilmkjarnaolíur frá Young Living og eiturefnalausan lífsstíl. Kveikjan er sú að ég fór í gegnum Kulnun (burnout) haustið 2016 og kynntist því hvernig ilmkjarnaolíur geta stutt við okkur bæði andlega og líkamlega í átt að því að ná styrk.
Ný vefsíða, www.einstakaroliur.is fór í loftið í lok október 2018.
Markmið Einstakra olía er að allir fái að kynnast töfrum hreinna ilmkjarnaolía og að þær fari inn á hvert heimili á Íslandi.

Fyrir stuttu var ég beðin um að halda fyrirlestur um það hvernig ég notaði ilmkjarnaolíur til að ná mér á strik eftir Burnout, og ég hef í hyggju að þétta þann fyrirlestur og fara með hann víðar. Því miður er of mikið af íslenskum konum sem ramba á barmi kulnunar án þess að gera sér grein fyrir því og ef þessi fyrirlestur getur orðið til þess að einhverjar þeirra átti sig á ástandi sínu og finni sér leið útúr því, þá er markmiði mínu náð.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica