Mynd af Guðrún Hannele Henttinen

Guðrún Hannele Henttinen

 • Starfstitill: framkvæmdastjóri
 • Fyrirtæki: Storkurinn
 • Heimilisfang: Laugavegur 59
  101 Reykjavík
 • Vinnusími: 5518258
 • Farsími: 6596686

Starfssvið

Verslun

Leitarorð

hannyrðir textíll prjón útsaumur textílkennari prjónhönnun uppskriftir kennsla Námskeið verslunarrekstur miðborgin listgreinakennsla Innflutningur smáfyrirtæki sjálfstætt starfandi  

Stjórnarseta:

2000-2004 Íslenska bútasaumsfélagið
2000-2004 Handverk og hönnun - stjórnarformaður
1996-1998 Heimilisðnaðarfélag Íslands
1990-1994 Suomi félagið

Starfsferill:

2008- Storkurinn ehf. - framkvæmdastjóri og eigandi
2006-2007 Epal hf. - starfsmannastjóri
2003-2006 Hlíðarskóli - textílkennari
2000-2003 Epal hf. - skrifstofustjóri
1994-1999 Handverk og hönnun - framkvæmdastjóri
1993-1994 Rauðakross húsið - kynningarfulltrúi
Meðal fyrri starfa má nefna grunnskólakennari, uppeldisráðgjafi og flugfreyja.

Meira:

Ég er textílkennari að mennt, með nám að baki frá Kennaraháskóla Íslands (1985) og Háskólanum í Helsinki (1990). Síðar fór ég í markaðs- og útflutningsfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands (1997). Árið 2000 lauk ég meistaranámi í menntunarfræði frá HÍ með viðkomu í Concordia University í Montréal. Meistararitgerðin fjallaði um textílkennslu.
Í Storkinum sameina ég áhugamál mitt og starf, reynslu og menntun. Storkurinn er verslun með garn og annað tengt hannyrðum. Við flytjum inn sjálfar nánast allar vörurnar og erum því með ákveðna sérstöðu á markaði.
Við reynum að skapa þægilegt andrúmsloft í versluninni, enda margir sem gefa sér góðan tíma til að skoða blöð og bækur. Þjónustustigið er hátt og viðskiptavinir koma til að ná sér í upplýsingar og þekkingu auk garns eða prjóna eða bútasaumsefna. Yfir hundrað tegundir af garni og líklega landsins mesta úrval af prjónum og prjónabókum.
Námskeiðahald er hluti af okkar þjónustu. Helst eru það námskeið um prjón, prjóntækni og prjónhönnun, hekl og bútasaum, litafræði og annað tengt. Einnig er hægt að sérpanta námskeið fyrir hópa. Okkar kennarar eru allir með mikla reynslu og fagþekkingu.


Storkurinn
 • LinkedIn.com
 • Facebook
 • Senda póst
 • Gef kost á mér til stjórnarsetu
 • Tilbúin að koma fram í fjölmiðum
 • Ég á og rek mitt fyrirtæki
 • Ég er stjórnandi í fyrirtæki
 • Atvinnurekendadeild
Þetta vefsvæði byggir á Eplica