Mynd af Hafdís Erla Bogadóttir

Hafdís Erla Bogadóttir

 • Starfstitill: Framkvæmdastjóri
 • Fyrirtæki: Sýsla ehf
 • Heimilisfang: Kirkjusandur 5
  105 Reykjavík
 • Vinnusími: 8481610
 • Farsími: 8481610

Starfssvið

Nýsköpun

Leitarorð

www.mycountry.is www.mittisland.is  

Stjórnarseta:

2013- Sýsla ehf Stjórnarformaður

Starfsferill:

Ríkisútvarpinu frá 2002-2010
Sólar ehf frá 2011-2014
Innnes 2015 - 2016
Matís 2016 - 2017
Wurth 2017 -

Meira:

Sýsla ehf, gefur út spil undir vörumerkinu MyCountry.

Annars vegar bjóðum spilastokka sem innihalda 52 fróðleiksmola um Ísland og Íslendinga, bæði á ensku og íslensku. Einnig er hægt að fá spilin á ensku/kínversku. Molar um hæsta fjallið, lengstu ána, þjóðarblómið, hæsta Íslendinginn, fjölda mosategunda o.s.frv..

Tvær útgáfur hafa verið gefnar út og er nú verið að vinna að þriðju útgáfunni, þar sem spilin hafa verið uppfærð og þýdd yfir á fleiri tungumál.

Spilastokkur með myndum úr 13 sígildum íslenskum þjóðsögum og ævintýrum.

Einnig gefum við út spil byggð á 13 íslenskum þjóðsögum, úr safni Jóns Árnasonar. Skemmtileg spil þar sem hægt er að sameina leik og fróðleik. Hægt er að nota spilin til að spila öll venjuleg spil á spilastokk en einnig sem samstæðuspil, t.d. að safna fjórum samstæðum myndum eins og í hinu sígilda spili Veiðimanni.

Spilin eru með tilvitnanir í sígildar íslenskar þjóðsögur á fjórum tungumálum, hjörtun á íslensku, spaðarnir á ensku, tíglarnir á þýsku og loks laufin á frönsku. Á hverju spili er einnig QR kóði fyrir snjalltæki sem leiðir fólk inná síðuna www.mycountry.is. Þar má lesa viðkomandi sögu – í fullri lengd á íslensku og a.m.k. útdrátt á öðrum tungumálum.

Við erum þar að vinna að þróun verkefnisins, ma við gerð námsefnis fyrir grunnskóla, auk þess sem verið að vinna að meiri afþreyingu í kringum báða stokkana.

Hægt er að fá spilatvennur, þar sem báðir stokkarnir eru pakkaðir inn í pakkningar. Möguleiki er á að merkja þær pakkningar með kveðju eða logoi fyrirtækja, en tvennurnar hafa verið vinsælar til gjafa til viðskiptavina eða vina erlendis.


Spilin prýða myndir eftir Eyrúnu Óskarsdóttur.


Sýsla ehf
 • Facebook
 • Senda póst
 • Gef kost á mér til stjórnarsetu
 • Tilbúin að koma fram í fjölmiðum
 • Ég á og rek mitt fyrirtæki
 • Atvinnurekendadeild
Þetta vefsvæði byggir á Eplica