Mynd af Ragnheiður Aradóttir

Ragnheiður Aradóttir

  • Starfstitill: Eigandi og framkvæmdastjóri
  • Fyrirtæki: PROevents og PROcoaching
  • Heimilisfang: Skipholt 50 C
    105 Reykjavík
  • Vinnusími: 519 8765
  • Farsími: 857 1700

Starfssvið

Ráðgjöf og sérfræðiaðstoð

Leitarorð

stjórnendaráðgjafi markaðsmál Stjórnendamarkþjálfi stefnumótun Mannauðsstjórnun stjórnendanámskeið stjónendaþjálfi Ráðgjafi lóðs Stjórnendamarkþjálfun Fyrirlesari Executive coaching Námskeið sölunámskeið  

Stjórnarseta:

PROevents ehf. og PROcoaching - Era ehf.

Starfsferill:

frá 2013 eigandi og stjórnandi. Viðburðastjórnun og markþjálfun
frá 2011 Stjórnendamarkþjálfi ACC vottaður (executive coach)
frá 2009 Stjórnendaþjálfari hjá Dale Carnegie
frá 2006 Ráðgjafi og þjálfari hjá Dale Carnegie
2001-2007 Viðskiptastjóri (account manager)
1991-2001 Sölu- og markaðsráðgjöf og verkefnastjórnun í ferðaþjónustu (sales, marketing and project management in Tourism)

Meira:

Ragnheiður Aradóttir er stjórnandi og eigandi þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching og viðburðafyrirtækisins PROevents. Hún er PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi. Hún er með BBA gráðu í ferðamála- og hótelstjórnun frá Schiller University í Frakklandi og Englandi ásamt Msc meistaranámi í mannauðsstjórnun frá HÍ. Hún er einnig með diploma á meistarastigi í Jákvæðri Sálfræði frá EHÍ. Hún á og rekur ásamt eiginmanni sínum viðburðafyrirtækið PROevents og þjálfunarfyrirtækið PROcoaching. Hún markþjálfar fjölda stjórnenda innan lands sem utan og á að baki um 2000 tíma í markþjálfun. Hún hefur 35 ára reynslu úr viðskiptalífinu sem stjórnendaþjálfari, ráðgjafi, markþjálfi, atvinnurekandi, viðskiptastjóri, verkefnastjóri og sölu- og markaðsstjóri.  Hún hefur 12 ára reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi og hefur þjálfað yfir 7.000 manns á námskeiðum innan fjölda fyrirtækja hérlendis sem erlendis. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi.
Á meðal fyrirtækja í Evrópu sem Ragnheiður hefur bæði haldið námskeið hjá og markþjálfað fyrir, eru; SAP, Siemens og Bertelsmann.  
Hún er stjórnarkona í FKA, félagi kvenna í atvinnulífinu. Hún var formaður Félags markþjálfa á Íslandi og vann m.a að því að sameina félagið ICF Chapter á Íslandi, sem eru alþjóðleg samtök vottaðra markþjálfa, í eitt öflugt félag markþjálfa.  
Ragnheiður hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum. Hennar mottó er því:
Hennar mottó er því „við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður"


PROevents og PROcoaching
Þetta vefsvæði byggir á Eplica